Kann hann ekki að lesa?

 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.


mbl.is Jaðrar við stjórnarskrárbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekkert svakalega hrifin af málflutningi Eiríks en þetta er full stóryrt hjá þér:

"skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt"

Það er búið að leggja frumvarpið fyrir forseta og það var gert innan löglegs tímaramma. Þú og Eiríkur eruð ekki að tala um sama hlutinn.

Askur (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg rétt hjá Aski, frumvarpið var lagt fyrir forsetann á gamlársdag, innan við sólarhring eftir að það var samþykkt á Alþingi og þar með innan þess tíma sem stjórnarskráin tilgreinir. Hinsvegar er ekkert sem segir hversu langan tíma hann má taka til að ákveða sig hvort hann skrifar undir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2010 kl. 12:14

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þetta er bein tilvitnum úr stórnarskránni Askur.

Frumvarpið var lagt fyrir Forseta 31.12.2009

Alveg eins og ríkistjórn hefur tímaramma þá hefur forseti sama tímaramma. Hann hefur 2 vikur samkvæmt stjórnarskrá til að samþykkja eða hafna því.

Birgir Örn Guðjónsson, 4.1.2010 kl. 12:17

4 identicon

Vandræðalegt. Hver hélt að hann væri gáfaðri en lagaprófessor? Essasú?

Gummi (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:36

5 identicon

Excellent cognitive skills!

Kristín V (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:48

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er öruggt að forsetinn hefur að minnsta kosti þessar tvær vikur sem ríkisstjórnin hefur til að leggja frumvörp fyrir hann, frá samþykkt þeirra. Eðlilegt er að líta á þennan frest sem sameiginlegan tíma-ramma fyrir ákvörðun forseta og ríkisstjórnar.

 

Hins vegar væri fráleitt að hugsa sér, að ríkisstjórnin biði í tvær vikur með að færa forsetanum málið og hann yrði að kvitta á stundinni. Forsetinn getur því dregið afgreiðslu umfram tvær vikurnar frá samþykkt frumvarpsins, ef þess gerist þörf.

 

Á sama hátt og Alþingi getur tekið þann tíma sem það þarf til að samþykkja lagafrumvörp, getur forsetinn tekið þann tíma sem hann telur sig þurfa. Ef ekki eru sett ákveðin tímamörk í lögum, þá eru þau ekki fyrir hendi !

 

Að halda því fram: "að taki forsetinn sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag kunni hann að verða brotlegur við Stjórnarskrána", eru heimskulegustu ummæli allra tíma. Þetta sagði þó lagaprófessorinn EiríkurTómasson. Hvar er þessi þjóð stödd ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.1.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband